miðvikudagur, ágúst 10

....og þú segir ég saknaði þín...

áframhaldandi tilfinningasemi í stelpunni sem nálgast 23 ára aldurinn...

systir mín bauð mér á The Perfect Man í gær í bíó. ég var alveg á því að sjá þessa mynd EKKI en þar sem að hún var nú að bjóða og svona og ég búin að læra um daginn var kannski bara í lagi að stimpla sig út í tæpa 2 tíma. jæjajæja, myndin er bara ágætis stelpu afþreying með tilheyrandi væmnisheitum þó að ég hafi verið mega pirruð á heather locklear fyrir að vera asnaleg mamma og jú fyrirsjáanlegum söguþræði EN samt tókst mér að fara að gráta...HÁGRÁTA....HVAÐ ER MÁLIð?? ég bara missti mig í allri þessari ást milli móður og dóttur og stelpu og stráks...Ég er bara alveg eins og J.K. í þeirri trú að sá sem getur elskað af öllu hjarta hefur eitthvað sérstakt framm yfir alla hina.. Ég er enn í trúnni að ástin getur sigrað allt þó að hafa persónulega reynt á það (nokkrum sinnum) og komist að því að love is NOT all you need, allavega ekki í sambúð, það er á hreinu...En bara þetta er eitthvað svo fallegt, að hafa fundið besta vin sinn sem manni finnst skemmtilegast að vera með og honum finnst það líka, svona besta besta "vinkona" sem þú getur kúrt hjá og farið í sleik við :) hmmm...ég trúi samt að LOVE IS ALL YOU NEED...ég verð bara að fá að trúa því.. það réttlætir allavega heilmargt hjá mér..eins og ég hef sagt alveg milljón sinnum þá væri mín heitasta ósk að allir vinir mínir væru í hamingjusömum samböndum og ekkert gleður mitt litla hjarta meira en að heyra frá slíkum tíðindum (kannski er ég bara farin að sjá gróða í því að geta farið að skipuleggja brúðkaup, ég veit það ekki...)

í beinu framhaldi er kannski réttast að segja frá því að mamma mín fór til Mæju Miðils í Kef fyrr i kvöld og haldiði ekki bara að stelpan hafi birst í "bollanum". Jújú, mömmu var tilkynnt um gott gengi í skólanum í vetur, brjálað að gera hjá mér með hendurnar í hinum og þessum hlutum sem og.....dadaradada.....STRÁKAVESEN, bara segja ykkur það í fyllstu hreinskilni þá er ég ekki að hitta NEINN og hef eiginlega mest lítið gert af því á þessu ári þannig að ég skil bara ekkert í þessu. Ekki nóg með að það sé að koma alda af karlönnum yfir mig heldur mun ég ná mér í ROLU... sémsagt einhvern alíslenskan sauð eða bara allir strákar sem ég hef verið með eins og fjölskyldan kýs að kalla þá...hmmm, ekki sérlega hressandi tíðindi, eða kannski.. mér finnst þessir gaurar bara ágætis lömb, engvir forystusauðir eða hrúta kannski en ágætis lömb (nú verður einhver ekki sáttur..hmmm), jæja fæst orð bera minnsta ábyrgð, nú er bara að sitja með hendur í skauti og krosslagða leggi að bíða eftir tsunami...

ég er að sænga hjá KBB...ég elska KBB....við áttum yndislega tíma í gær þar sem við drukkum sódavatn og hlóum í leðrinu...ég og KBB höfum ákveðið að vera saman framm í maí, kannski lengur en við ætlum að byrja á þessu...hann gaf mér gjöf, á fyrsta deitinu okkar og við höfum verið að skiptast á ástarbréfum í viku... ég er að spá í að reyna að hitta hann á morgun..hann á rosalega flott og stórt hús niðri í Borgartúni 19, ég held að það sé á 7.hæðum... hann er ekkert smá klár og þekkir fullt af fólki! Lífið verður sko auðveldara eftir að ég byrjaði með KBB... ég kannski kynni ykkur fyrir honum ef þið eruð stillt og tilbúin í smá skuldbindingu, hann er ekki einnar konu maður hann KBB minn en það er líka í lagi, the more the merrier! það er mitt mottó!...

ogvodafone er svo planið á morgun...ég hef ekki enn ákveðið átfittið en hann björn hljómaði frekar ungur og hress..hmmm,kannski nýju buxurnar sem ég get varla andað í, eins gott að hann bjóði mér ekki í leðrið sitt, ég mun ekki geta staðið upp án þess að tala skjótist yfir gólfið og nærurnar kíkja útum rifuna á rassinum... en hvítt held ég að heilli alltaf..ég var reyndar að kaupa mér mjög powerful rauðan bol sem ég hugsa að ég kynni Animu í en hann er kannski ekki málið á morgun...og ekki klossar, verð að vera smá lady....KBB var allavega sjúkur í hvíta flaskandi pilsið mitt og nælonið í mary jane skónum, sexy yet oh-so innocent.... spennandi.. vífilfell verður svo annað mál...hmmm....

we´re going to the chapel and we´re going to get married...going to the chapel of love..

ég verð að játa að þar sem að ég er EKKI að stjórna þessu næsta brúðkaupi (done my part) þá væri nú einkar notalegt að vera að fara með deit..hmmm..ég var meira að segja eiginlega búin að ákveða einn sem er svo helvíti myndó í jakkafötum og hnittin og skemmtilegur, en nei, hann er bara skrýtinn so oh well, ég og alter egóin verðum nóg.

oprah fer að byrja, æfingin skapar meistarann! já by the way, wife swap er svoooo mikill snilldarþáttur að ég (eins og mamma segir) næ bara ekki upp í nefið á mér! þvílík snilld!! ég endalaust mæli með honum...ef það mætti nú bara heimfæra þetta, sirkus hefur eflaust áhuga... þetta er bara brilliant pæling fyrir all those dissed and dismissed húsmæður...

læring gengur lala, ég var í allan dag að læra og sofnaði bara 2var sem er eiginlega persónulegt met..ég þarf að koma höndunum yfir aðal lærudópið á þjóðó, herbalife te! það virkar ekkert smá vel..eiríka frænka ætlar að kaupa svoleiðis fyrir mig með rasberry bragði og allt, svaka fínt...
ég get bara ekki beðið eftir að flyjta..ég er búin að redda mér háu bara borði þannig að nú vantar bara stóla og svo skrifborð..og svo auðvitað smá dót hist og her en þetta er allt að koma,ég þarf bara að plata frænda minn í að hjálpa mér að flytja (aftur) og svo önnu mína í að koma og raða, svo bara nokkur vanilluilmkerti og nýju satin rúmfötin á hlébarðann og þá er þetta nokkurn vegið komið.. tölvan mín getur loksins spilað dvd þannig að það verður kóhósíiii....
ohhhh ég keypti 3 teg af sjampó og hárnæringu úti í bna ásamt 7 mismunandi teg af kremum...gaman að raða inn á bað....jey...
allir að koma svo í heimsókn til mín, amma var að gefa mér 1.5 kíló af pistasíu hnetum þannig að nú er bara að mæta með hvítvínið eða bjórinn í gott tjill....

stjörnuspáin hjá mogganum minntist ekkert á rómantík en fullt á viðskipti...hmmm... kannski hössla ég business mann??! þeir eru nú nokkrir myndó í borgartúninu.. kannski tími til að kúpla sig úr fjölmiðlum og færa sig yfir í bankann..hmm...

hey takk fyrir öllin kommentin!! ekkert smá skemmtilegt, ég er orðin alveg húkked á að tjekka!

einhverstaðar einhvertíma aftur....

girl is sooo groovie...
dr.siggadögg

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Um að gera að hözzla business kall.. Hver slær hendinni á móti smá 'sugar daddy' á námsárunum?!? ;)

eks sagði...

takk fyrir gott saumaklúbbakvöld sæta :) Hlakka til að heimsækja þig svo HEIM til ÞÍN :)

Nafnlaus sagði...

jæja þá er byrjað að auglýsa á blogg síðum sem anonymous user, Frekar fyndið

Mystery Man

Sigga Dögg sagði...

ég þarf að ná þessu blogg sjitti út annars færi ég mig á blog.central!! ég er alveg spinnigal!